Það kann að skrifa!!

En bara af því að það varð.
Langaði að benda á þessa síðu sem ein af sundfélögum Brynju benti okkur á.
Alveg snilldar síða að mörgu leiti og hlutirnir útskýrðir í þaula.

Fannst samt algjör snilld kaflinn “Before you get pregnant” þar sem síðan segir að allar konur ættu að tala við lækninn sinn áður en þær verða óléttar svo læknirinn geti ráðlagt þeim hvernig eigi að fara rétt að þessu…
Sé það ekki alveg gerast, veit ekki af hverju 🙂

Þetta er allt að koma.

22.vika = vika 21+0- 6 dagar

Þú
Hormónarnir ráða enn ríkjum í líkama þínum Þú getur fengið æðasprungur í andlit og á lærin. Ef nábítur og brjóstsviði er vandamál, forðastu þá kryddaðan mat, borðaðu oft og lítið í einu og ekki fara södd í rúmið. Vörtubaugurinn í kring um geirvörturnar er nú orðinn stærri og dekkri hjá flestum konum. Hjá sumum konum byrjar að leka úr brjóstunum.

Tvíburarnir
Fóstrin eru nú u.þ.b. 19 sm frá höfði niður á rass, u.þ.b. 25 sm niður á hæl og vega um 450-500 grömm hvort. Tvíburarnir æfa sig enn í öndunarhreyfingum og margt bendir til þess að þeir séu farnir að æfa raddböndin til að geta gefið frá sér hljóð síðar. Hárin á höfðinu eru nú lengri en fósturhárin um líkamann. Sum börn fæðast með sítt dökkt hár þó svo að báðir foreldrar séu ljóshærðir. Hárlitur nýfæddra barna getur breyst á fyrstu mánuðunum.

20 vikna sónar

Í gær 27 júní fórum við í sónar og mæðraskoðun. Mamma (Ellý amma) fékk að koma með í þetta skiptið og hagaði hún sér rosalega vel. hihi Við byrjuðum á sónarnum og þar kom allt vel út. Það er svo gaman að fá að sjá þessi börn að ég fæ tár í augun af gleði í hvert skipti, Guð hvernig verð ég þá þegar þau fæðast. Það var verið að skoða hitt og þetta einsog nýrun, hjartað, magan  og þvagblöðruna, og voru þau greinilega ný búin að næra sig á legvatni því það var fullt í bæði. Svo voru þau mæld og eru þau nánst jafn stór, það munar rosalega litlu. Fyrst var skoðað barn A og það var á iði eins og vanalega og fann ég spörkin á meðan á öllu þessu stóð. Svo var litið yfir á barn B og það var á ennþá meiri ferð en ég fann ekki fyrir neinu enda ekki skrítið því B var að sparka í axlirnar á A, og það alveg á fullu. Gunnar þorði ekki annað en að spyrja ljósmóðurina hvort A yrði nokkuð meint af þessu en hún hló bara og spurði hvort hann ætti engin systkini en sagði svo að svo ætti ekki vera þar sem þau eru svo vel varin. En þetta var algjört brill það gekk svo mikið á að það tók ljósmóðurina langan tíma að finna það sem hún átti að skoða en það tóks að lokum og við fengum 4 myndir með heim sem við förum að setja inn ásamt hinum. Eftir sónar var svo haldið í mæðraskoðun sem fór ekki alveg eins og ég vildi, þannig var það að ljósmóðirin mín sem heitir Sveina var í fríi og því tók önnur kona við okkur. Hún virtist alveg vera næs og allt það en það gekk svo mikið á og hún gerði mann svo stressaðan, það var eins og hún mátti ekki vera að því að sinna okkur eins og hún væri að verða of sein. Þannig að þegar við gengum út frá henni þá vorum við Gunnar komin með magasár og brjóstsviða og ég alltof feit. Eða þannig leið mér eftir að hafa talað við hana. Hún mátti ekkert vera að því að hlusta á hjartsláttinn hún sagði að af því við vorum búin í sónar og sjá að allt væri í lagi og af því það væri svo erfitt að vita hvort væri hvort þá var þetta svona nudd yfir, heyrðist smá og búið. Ég varð soldið sár því ég vildi fá að heyra jafnt í báðum börnunum þó ég hafi verið ný búin í sónar. Hún vildi líka meina að ég væri að þyngjast of mikið sem ég er ekki sammála því, eftir því sem maður les á ljósmóðir.is þá er ég bara að þyngjast eðlilega.  Svo var þetta bara einhvernvegin allt svona fannst mér.  En börnin eru hraust að sjá og ég líka og það er víst fyrir mestu. Svo er bara að vona að Sveina taki á móti okkur næst.

Hálfnuð og kannski meira en það.

21. vika = vika 20+0- 6 dagar

Þú
Legið nær nú upp fyrir nafla og lengdin milli lífbeins og hæð legbotns er um 23-24 sm. Kviðurinn stækkar dag frá degi vegna hinna hratt vaxandi tvíbura og það getur valdið kláða í húðina á maganum. Nábítur og brjóstsviði er eðlilegur og margar byrja að hrjóta vegna stíflaðs nefs af völdum bólgu í slímhúð. Þetta er m.a. vegna hormónabreytinga á meðgöngunni. Þumalfingursregla segir að eftir hálfnaða meðgöngu hafi konan fengið helming þyngdaraukningarinnar á meðgöngunni. Kílóin koma þó oft í slumpum.
Mundu að hvíla þig vel eftir vinnu, leggstu í sófann með hærra undir fótunum og gerðu gjarnan fótaæfingar: spenntu kálfana með því að spyrna í hælana og teygja ristarnar til skiptis. Fáðu þér svo stuttan síðdegislúr.Mikilvægt er að fá nægt járn og mæla heilbrigðisyfirvöld með 50-70mg af járni daglega, helst úr fæðu, það sem eftir er meðgöngunnar. Járnrík fæða er t.d. baunir, spínat, steinselja, sveskjur, rúsínur, fíkjur og kjöt. Mjólk, kaffi og te hindra hins vegar upptöku járns í líkamanum. Ef þú tekur járntöflur skaltu vara þig á að skola þeim ekki niður með þessum drykkjum, heldur frekar vatni eða c-vítamínríkum ávaxtasafa sem eykur upptöku járns í líkamanum.

Tvíburarnir
Fóstrin eru nú u.þ.b. 18 sm frá höfði niður á rass og u.þ.b. 22 sm niður á hæl og vega 440-460 grömm hvort. Þau hafa fengið pínulítil augnhár og augabrúnir og heyrnin er orðin svo þroskuð að þau geta þekkt röddina þína.

Legvatn umlykur fóstrin en það er ekki sama vatnið alla meðgönguna. Þegar fóstrin drekka legvatn, er það frásogað úr þörmunum í blóð þeirra. Blóðið er síað í nýrum fóstranna sem þau pissa svo út í legvatnið aftur. Úrgangsefnin eru aftur á móti flutt úr blóði barnanna í fylgjur þeirra, yfir í þína blóðrás og þú sérð um að útskila þeim. Þess vegna er legvatnið alltaf hreint og því ekki ógeðfellt að börnin drekka legvatnið sem þau hafa pissað áður.

Ef annað eða bæði fóstrin eru stelpur, hafa þær nú þegar um 6 milljónir eggja í eggjastokkum sínum. Þegar stelpan/stelpurnar fæðast, hefur fjöldi eggjanna minnkað í um 1 milljón og á frjósemistíma ævinnar þroskast 3-400 þeirra þannig að þau geti frjóvgast. En hver veit, kannski eru það einmitt eitt eða fleiri þessara eggja sem einhvern tímann losna fleiri saman, eða skipta sér eftir frjóvgun svo dóttir þín fær líka að upplifa að vænta og fæða tvíbura.

Þetta lofar allt góðu.