26 vikur

27. vika = vika 26+0- 6 dagar

Þú
Þú hefur nú líklega þyngst um 10-13 kíló og þyngist hratt fram að 36. viku en lítið eftir það. Brjóstin hafa stækkað um eitt skálarnúmer. Passaðu bakið á þér því þegar bumban stækkar svona mikið, breytist þyngdarpunktur þinn þannig að þú átt á hættu að fetta þig of mikið og það er vont. Bumban getur nú þvælst fyrir í daglegum störfum.

Tvíburarnir
Börnin vaxa líka hratt núna og eru um 24 sm frá höfði niður á rass, 32 sm niður á hæl og vega um 900-1000 grömm hvort. Höfuð þeirra eru um 6,5 sm í þvermál. Tvíburarnir geta nú farið að greina ljós og skugga. Bragðlaukar þeirra eru að verða þroskaðir og þeir myndu finna mun ef legvatnið myndi skipta um bragð. Lungun sem byrjuðu að þroskast í 6. viku, geta nú fljótlega upptekið súrefni og útskilið koldíoxíð úr blóðinu. Ef börnin myndu fæðast í dag, myndu þau þó enn þurfa hjálp við öndun.

26 viku sónar

Í gær fórum við í 26 vikna sónar. Það tók fljótt af eða ekki nema 15 mínútur eða svo.  Það kom í ljós að þau eru búin að skipta um pláss og eru bæði í höfuðstöðu þannig að A er vinstra megin með kollinn nánast niðri í grind og B er hægra megin aðeins ofar. Þau eru mjög svipuð í stærð og þyngd, munar ekki nema 44 gr á þeim. A er aðeins þyngri. Þau snúa að hvort öðru svo ég finn ekki eins sterkt fyrir því þegar þau sparka, þau greinilega sparka bara í hvort annað. Annars var bara legvatnið mælt og það var í góðu lagi. Við fengum tvær myndir sem við setjum inn við tækifæri. Það er orðið soldið erfitt að ná góðum myndum af þeim, A gaf okkur gott skot en B ekki eins samvinnuþýður. Það var svo hápunkturinn á skoðuninni þegar A geispaði fyrir okkur og B smjattaði.

25 vikur

26. vika = vika 25+0- 6 dagar

Þú
Hjartað í þér hefur stækkað og getur nú dælt 30% meira blóði sem þú hefur fengið á meðgöngunni. Legið er á stærð við stórt grasker og þú stækkar ört í augnablikinu. Þetta getur valdið húðsliti og það verður þú að taka sem upplifun þar sem þú getur ekkert gert til að hindra það.

Sumar konur fá blöðrubólgu án þess að vita af því. Vanalega lýsir blöðrubólga sér sem sársauki við þvaglát en ófrískar konur geta haft blöðrubólgu án einkenna. Blöðrubólga hjá barnshafandi konum getur lýst sér sem aukin þvaglátsþörf eða óþægilegir fyrirvaraverkir. Ef þú finnur fyrir þessum einkennum skaltu segja ljósmóðurinni þinni eða lækninum frá þeim og þá mun þvagið verða rannsakað. Ómeðhöndluð blöðrubólga getur í versta falli komið fæðingunni af stað. Mundu að drekka vel af vökva til að þvagblaðran fái góða skolun og pissa eftir samfarir svo að bakteríur sem mögulega hafa nuddast upp í þvagrásaropið við samfarirnar, skolist út áður en þær ná bólfestu.

Tvíburarnir
Börnin eru nú um 23 sm frá höfði niður á rass, um 31 sm niður á hæl og vega um 750-800 grömm hvor. Fætur þeirra eru um 5 sm. Hárið á höfðinu hefur vaxið og hárlínan er orðin greinileg. Augun eru nú fullþroskuð og geta greint á milli ljóss og myrkurs. Húð barnanna er enn rauð og krumpuð og hjartsláttur þeirra er 120-160 slög á mínútu.

Þetta hringir nokkrum bjöllum og virðist passa mjög vel við ástandið á mér sem fer sem betur fer batnandi, ég er öll að skríða saman. Börnin láta vita vel af sér og stundum veit ég ekki hvað er í gangi þarna inni. Ég sagði við Gunnar í gær að börnin væru að breika hamagangurinn var svo ógurlegur. Matta heyrði til okkar og sagði við pabba sinn, “pabbi,  kannski verður annað barnið svertingi,,  nei, því segiru það, svaraði Gunnar. Nú af því að það eru eiginlega alltaf svertingjar sem breika.  Okkur fannst þetta vera annsi skondið skot hjá henni.

Bölvað vesen

Já það er ekki hægt að segja annað en að það sé búið að vera bölvað vesen á mér síðustu daga. Þannig er það að á sunnudagskvöldið þegar ég var að fara að sofa þá fékk ég blöðrubólgu eða öll einkenna af henni, svo að ég gat ekkert sofið þá nóttina. Á mánudeginum þá hringdi ég í ljósmóðurina mína og sagði henni frá stöðunni, hún sagði mér að koma á þriðjudeginum með þvagprufu og þetta yrði athugað. En ég gat ekki beðið svo lengi því að um kvöldið hringdi ég aftur upp á sjúkrahús, því ég var komin með verki í lífbeinið og að mér fannst samdráttaverki. Okkur var sagt að koma og að ég yrði skoðuð. Á sjúkrahúsinu tók á móti okkur ljósmóðir sem að setti mig í mónitor og tók þvagprufu og það kom allt ágætlega út en hún þorði ekki öðru en að láta lækni skoða legbotnin til að vera viss að hann væri ekki farin að opnast. Læknirin gerði það og sá að legbotnin var V laga svo að hún sagði okkur að koma aftur deginum eftir og hitta sérfræðing. Á þriðjudeginum mætum við með þvagprufu eins og mér var sagt og hittum sérfræðing sem skoðaði legbotnin á mér aftur og hún sagði að hann væri lokaður og fullir 3 cm, sem er víst rétt lengd fyrir þennan tíma, en að hann væri V laga sem bendi oft til þess að hann sé að opnast. Ég á því bara að taka því rólega og vera dugleg að hvíla mig og hafa samband við þær ef mér finnst eitthvað vera að. Um kvöldið á þriðjudeginum var ég orðin eitthvað drusluleg svo að ég mældi  mig og þá var ég með nokkrar kommur. Í gær þegar ég vaknaði var ég komin með 38,5 og ég alveg frá, ekki ofan á allt mætandi. Ég hringi í Sveinu ljósmóðurina mín og segi henni hvernig er, og hún segir að hugsanleg sé þetta bara flensa. Ég á þá bara að liggja upp í rúmi og drekka mikin vökva. Ég hringdi svo aftur þegar hitin fór bara hækkandi en mér var bara sagt að taka verkjatöflu og reyna að sofna en ef eitthvað væri ætti ég að koma til þeirra. Sem betur fer fór það ekki þannig og ég er ennþá heima en Sveina hringdi í mig í morgun og sagði mér að ég væri með blöðrubólgu svo að ég þarf að fá lyf við því. Ég er öll að braggast og ætla bara rétt að vona að það verði ekki meira svona vesen á meðgöngunni því manni fer að líða eins og móðursjúkri gellu í hvert skipti sem maður hringir. En manni er sagt að hringja ef eitthvað er og þær eru ekkert að láta manni líða illa en svona er maður bara. Það er búið að koma sér vel þessa vikuna að á föstudagin síðasta þá fórum við skötuhjú og keyptum okkur lazyboy stól, hann kemur sér bara vel. En svona er þetta búið að vera bölvað vesen.