Margt hefur gerst síðan síðast.

Það er liðið langt frá síðustu færslu en nú ætla ég að henda inn smá klausu. Þórunn Elísa og Freydís Ólöf eru byrjaðar á leikskóla, sá heitir Árborg og er staðsettur í Árbænum, lítill, gamall og indæll leikskóli. Það gengur rosalega vel, þær blómstra og þroskast hratt. 
Stelpurnar urðu 2 ára 21 okt og þá var haldið upp á afmælið í leiksksólanum, þær hættu að syngja afmælissöngin í desember þegar jólalögin tóku við sem eru núna fyrst að detta út af lagalistanum hjá þeim. Þær syngja semsagt mjög mikið. Þær eru iðnar að vanda en fá góða útrás í leikskólanum og eru því oft orðnar annsi þreyttar í lok dag.
Gunnar er að vinna hjá fyrirtækinu Össuri og kunna þær sko alveg að segja hvar pabbi vinnur, ,,össssuri”

Jólin voru skemmtilegur tími, við hjálpuðumst öll að skreyta, stelpurnar sáu um jólatréð og var það gullfallegt. Fkoreldrarnir voru svo stoltir af stelpunum sínum. Amma Erla og afi Siggi voru hjá okkur á aðfangadagskvöld, matarboð hjá ömmu Ellý og afa Gunnari á jóladag og annan í jólum hjá ömmu og afa í Þorló. Brjálað að gera á jólunum en gaman, stelpurnar fóru á 3 jólaböll, í leikskólanum, í sveitinni og í Ms Selfossi ( vinnunni hjá ömmu Ellý). Áramótin voru haldin hátíðleg í Krókavaðinu eins og síðustu ár, stelpurnar voru ekkert hræddar við bomburnar, héldu á  stjörnuljósum og horfðu á ljósasýninguna í kring.
Við höfum grætt 2 litlar frænkur frá síðustu skrifum þær Eriku Líf og Sunnu. Þetta virðist ætla verða annasamt ár, margar veislur og vonandi fullt af gleði.

Stóri dagurinn

Við Gunnar létum pússa okkur saman 080809 klukkan 17:00 í Gaulverjabæjarkirkju. Séra Guðný Hallgrímsdóttir sá athöfnina og Sjöfn systir um sönginn. Veislan fór svo framm í Félagslundi og stóð framm undir morgun við mikin dans, át og drykkju eins og alvöru veislur eiga að vera. Allt tókst þetta fullkomnlega og erum við brúðhjón meira en sátt við daginn. Þökkum öllum kærlega fyrir sem hjálpuðu okkur að undirbúa hann og að gera hann að því sem hann varð, þetta hefði ekki verið hægt án ykkar. Ég er búin að setja inn nokkrar myndir í albúmið sem lýsir þessu kannski betur en orð.

Takk fyrir okkur 😀

Sumarfrí

Já loksins loksins erum við skotturnar komnar í sumarfrí, því miður er pabbinn ekki með okkur í fríi þetta sumarið enda er hann hvort því er með ofnæmi fyrir sól, verður fyrst allur rauður og svo flagnar hann bara hehe nei það má ekki stríða brenndum pöbbum 😀  Hann fær smá frí í kringum brúðkaup.
Ég var að búa til nýtt myndaalbúm þar sem það er víst liðið á seinni hluta þessa árs,  skellti inn nokkrum myndum sem ég hef tekið á símann minn.
Erum á leiðinni í smá útilegu á morgun laugardag, ætlum að skella okkur á Þingvelli og gista eina nótt í nýja tjaldinu okkar. Það er búið að vera nóg að gera síðasta mánuðinn, fórum í útilegu á Apavatn,  Gunnar var steggjaður og á meðan fórum við skottur til Bjarneyjar í bústað og gistum eina nótt, síðustu helgi fórum við til ömmu Erlu og afa Sigga í bústað hjá Laugavatni og gistum í tvær nætur.
Tvillingarnir byrja í leikskólanum Árborg í Árbænum 17 ágúst svo að í forvitni okkar fórum við að skoða hann í dag, þeim leist alls ekki illa á og voru alveg tilí að vera lengur en það verður víst að bíða aðeins.

Ætla að leggjast út að sleikja sólina með skottunum mínum en reynum að vera dugleg að skella inn myndum.

Eigið gott sumar 😀

Myndir

Vorum að henda inn slatta af myndum, bæði inn á 2008 seinni hluti og svo 2009 albúmið.

Hér á bæ er allt gott að frétt, við njótum veðurblíðunar sem er þessa dagana og stelpurnar skottast út um allt. Þær stækka svo hratt. Þær fóru í 18 mánaða skoðun rétt eftir páska og var Þórunn Elísa þá 84,5 cm og 12.420 gr. Freydís Ólöf var 84 cm og 12.065 gr.

Þær spjalla orðið heilan helling ekki alltaf allt skiljanlegt en það bætast alltaf fleirri og fleirri orð við orðaforðann.
Þær eru komnar með leikskólapláss í haust,  leikskólinn heitir Árborg og er í Árbænum, við eigum eftir að fara að skoða hann en höfum keyrt frammhjá og er flott útivistarsvæði svo það lofar góðu fyrir mína orkubolta.

Veit ekki alveg hvað ég get sagt meira en ég ætla að reyna að vera duglegari að skrifa smá klausur hér og að henda inn myndum.

Endilega skoðið nýjustu myndirnar.