Margt hefur gerst síðan síðast.

Það er liðið langt frá síðustu færslu en nú ætla ég að henda inn smá klausu. Þórunn Elísa og Freydís Ólöf eru byrjaðar á leikskóla, sá heitir Árborg og er staðsettur í Árbænum, lítill, gamall og indæll leikskóli. Það gengur rosalega vel, þær blómstra og þroskast hratt. 
Stelpurnar urðu 2 ára 21 okt og þá var haldið upp á afmælið í leiksksólanum, þær hættu að syngja afmælissöngin í desember þegar jólalögin tóku við sem eru núna fyrst að detta út af lagalistanum hjá þeim. Þær syngja semsagt mjög mikið. Þær eru iðnar að vanda en fá góða útrás í leikskólanum og eru því oft orðnar annsi þreyttar í lok dag.
Gunnar er að vinna hjá fyrirtækinu Össuri og kunna þær sko alveg að segja hvar pabbi vinnur, ,,össssuri”

Jólin voru skemmtilegur tími, við hjálpuðumst öll að skreyta, stelpurnar sáu um jólatréð og var það gullfallegt. Fkoreldrarnir voru svo stoltir af stelpunum sínum. Amma Erla og afi Siggi voru hjá okkur á aðfangadagskvöld, matarboð hjá ömmu Ellý og afa Gunnari á jóladag og annan í jólum hjá ömmu og afa í Þorló. Brjálað að gera á jólunum en gaman, stelpurnar fóru á 3 jólaböll, í leikskólanum, í sveitinni og í Ms Selfossi ( vinnunni hjá ömmu Ellý). Áramótin voru haldin hátíðleg í Krókavaðinu eins og síðustu ár, stelpurnar voru ekkert hræddar við bomburnar, héldu á  stjörnuljósum og horfðu á ljósasýninguna í kring.
Við höfum grætt 2 litlar frænkur frá síðustu skrifum þær Eriku Líf og Sunnu. Þetta virðist ætla verða annasamt ár, margar veislur og vonandi fullt af gleði.