Margt hefur gerst síðan síðast.

Það er liðið langt frá síðustu færslu en nú ætla ég að henda inn smá klausu. Þórunn Elísa og Freydís Ólöf eru byrjaðar á leikskóla, sá heitir Árborg og er staðsettur í Árbænum, lítill, gamall og indæll leikskóli. Það gengur rosalega vel, þær blómstra og þroskast hratt.  Stelpurnar urðu 2 ára 21 okt og þá …

Sumarfrí

Já loksins loksins erum við skotturnar komnar í sumarfrí, því miður er pabbinn ekki með okkur í fríi þetta sumarið enda er hann hvort því er með ofnæmi fyrir sól, verður fyrst allur rauður og svo flagnar hann bara hehe nei það má ekki stríða brenndum pöbbum 😀  Hann fær smá frí í kringum brúðkaup. …

Myndir

Vorum að henda inn slatta af myndum, bæði inn á 2008 seinni hluti og svo 2009 albúmið. Hér á bæ er allt gott að frétt, við njótum veðurblíðunar sem er þessa dagana og stelpurnar skottast út um allt. Þær stækka svo hratt. Þær fóru í 18 mánaða skoðun rétt eftir páska og var Þórunn Elísa …

Skaðræðis börn

Jiminn jiminn jiminn, nú er allur fjandi laus. Skæruliðarnir á þessum bæ eru annsi skæðir og stórhættulegir sjálfum sér. Það er klifrað upp á allt sem hægt er að klifra upp á. Það er klifrað upp á skiptiborð, upp í barnamatarstólana, upp á eldhúsborð, upp á sjónvarpsskenk og ekki má gleyma því nýjasta sem er …