Guðmundur

“Þegar þau verða orðin gömul (amma og afi)… þá fara þau til Guðmund! Hann ætlar að passa þau.”

Þórunn Elísa, 3gja ára (farin að hugsa um Guð, lífið og tilveruna).

Paradís

Fjölskyldan var að klára að borða og eins og á almennilegu íslensku heimili þá sýndi sjónvarpið fréttirnar á RÚV.
Þórunni rak í rogastans þegar fréttamaðurinn fór að tala um Paradís.
Hún snéri sér að pabba sínum og sagði íbyggin: “Af hverju var maðurinn að segja Tara Dís pabbi?”, en eins og allir vita er það nafnið á frænku þeirra.
Pabbinn (alveg án þess að brosa): “Hann sagði ekki Tara Dís, hann sagði Paradís.”
Þórunn: “Nei! Tara Dís!”
Pabbinn, greinilega með P á vörunum: “Paradís, elskan mín, Paradís” (með enn stærra P-i á vörunum)
Þórunn, með risastórt T á tungunni: “Tara Dís”
Pabbar eru náttúrulega vitlausir og kunna ekki að tala. Best að stafa þetta svolítið fyrir greyin.

Með örvæntingarfullu augnaráði snýr pabbinn sér að mömmunni sem að sjálfsögðu fattaði að hún þyrfti að hjálpa þessum ótalandi pabba.

Mamman: “Sjáðu Þórunn! Paradís” (með svipuðu P-i og pabbinn hafði verið með).
Þórunn: “Tara Dís”.
Mamman: “Nei Paradís, með P-i”.
Þórunn: “Tara Dís”
Mamman: “Nei Þórunn… Paradís, með P-i. Ph, Ph, Ph aradís”
Þórunn: “Ph-Tara Dís”.

Við reynum kannski bara aftur seinna…

Beitungurinn reyndi að borða mig

Mikið að gerast í dag.
Dömurnar voru í aðlögun á stóru deildinni en Freydís Ólöf á að byrja á Rauðalandi og Þórunn Elísa á Bláalandi.
Þetta á að gerast í næstu viku 🙂

Það var þó ekki það eina því að Freydís Ólöf tilkynnti föður sínum áðan að beitungur hafi reyna að borða hana.
Hann var eitthvað fyrir henni, hún tók hann upp og ætlaði að færa en óargadýrið tók sig til og stakk hana í þumalinn.