Myndir myndir myndir

Við skötuhjú erum frekar gleymin, get ég sagt ykkur. Ég var búin að biðja hann Gunnar minn í gær að setja inn nokkrar myndir á bloggið svo þið getið nú séð hvað ég er orðin feit af börnum. En af því ég gleymdi að minna hann á það aftur um kvöldið þá gleymdi hann því. Svo það er ekki hægt að segja annað en að við séum soldið gleymin gömul hjú. Annars er bara allt fínt að frétta af okkur. Bumban stækkar bara og stækkar og ég er ekkert ósátt við það ennþá allavega:) Talið við mig aftur eftir mánuð hehe.

Það er skoðun í næstu viku nánar tiltekið 27 júní klukkan 14:00. fyrst er sónar og svo mæðraskoðun. Það verður gaman að sjá hvað þau eru orðin stór blessuð börnin. Ég skil ekki hvernig fólk fer að þegar það er bara sónar einu sinni til tvisvar á meðgöngu, ég á bara erfitt með að bíða þennan mánuð sem líður á milli hjá okkur. Okkur finnst þetta algjört æði og rifnum alltaf úr stolti þegar við sjáum þessu fjörugu börn sína listir sínar fyrir okkur. Ég er loksins farin að finna fyrir hreyfingum eða á ég kannski frekar að segja að ég sé farin að fatta hvenar þetta eru hreyfingar. Samdráttarverkir hafa verið að koma og fara síðustu daga og er bara rólegt í dag miðað við gærdaginn. Þá fann ég fyrir þeim nánast í hvert skipti sem ég stóð upp. Svo auðvitað hringdi Brynja í mömmu sína, sem kann nú soldi á þetta (eða allavega ætti að gera það eftir 8 meðgöngur 🙂 )  og hún sagði mér bara að slaka á sem ég gerði og nú er ég miklu betri. Ekki það að þetta hafi verið neinir verkir þannig séð en herpingur fyrir því.

En nóg í bili ég ætla svo að minna karlinn aftur á að setja inn myndirnar, því hann er nú einu sinni tæknimaðurinn á þessari síðu og ég greinilega ritarinn. 🙂