Komnar 19 vikur

Þá vilja þau á ljósmóðir.is meina að svona eigi hlutirnir að vera.

20. vika = vika 19+0- 6 dagar

Þú
Þú ert nú meira en hálfnuð með meðgönguna þar sem fæstar tvíburameðgöngur ná fullum 40 vikum, vegna þess að flestar tvíburamæður fæða 2-3 vikum fyrir áætlaðan fæðingardag. Þú hefur örugglega þyngst um 7-10 kíló og finnst þú mikil um þig og jafnvel skelfileg tilhugsun að vera þó bara hálfnuð. Legið er nú komið upp fyrir nafla og þrýstir á önnur líffæri í kviðarholinu. Þú finnur hreyfingar mestallan sólarhringinn þegar tvíburarnir sparka til skiptis eða báðir í einu. Ljósmóðirin getur núna auðveldlega heyrt tvo hjartslætti með doptón. Ef þú hefur ekki þegar sagt það við sjálfa þig, þá gerðu það í þessari viku: „Ég er heppnasta kona í heimi, ég á von á tvíburum!“.

Tvíburarnir
Fóstrin eru nú u.þ.b. 16 sm frá höfði niður á rass eða um 22 sm niður á hæl og vega u.þ.b. 350-400 grömm hvort og vaxa hratt. Húðin er enn hrukkótt vegna þess að fitulagið hefur ekki myndast undir henni. Hingað til hafa fóstrin æft stærstu vöðvana með spörkum en nú byrja þau líka á þeim smærri t.d. augunum. Fóstrin vaxa hratt það sem eftir er meðgöngunnar en höfuð þeirra vaxa hægar en þau hafa gert fram að þessu og eru nú um 4,7 sm í þvermál.

Ég finn nú samt engar hreifingar af ráði allavega ekki svo ég viti. Svo finnst mér ég líka ekki vera neitt rosaleg um mig sem er kannski bara fínt þar sem ég hef víst alveg nógan tíma til að blása út. Ef ég get svo borða áfram eins og ég geri núna þá ætti ég ekki að vera í neinum vandræðum með það 🙂

2 replies on “Komnar 19 vikur”

  1. Hvað segiru Brynja mín, ertu ekkert komin með almennilega bumbu hehe en gott að matarlystin sé komin, mér finnst alveg ótrúlegt að ég skuli ekki vera orðin sverari um mig miðað við hvað ég borða mikið!!!

    En já, finnst þér tíminn ekki fljótur að líða…bara meira en hálfnuð með meðgönguna 😉 en ég verð að segja eins og þú að miðað við hvað ég er komin langt þá finnst mér bumban ekkert svo stór!!! En það hlítur að koma með tímanum 😉

    Knús og kram
    Inga

Comments are closed.