Smá fréttir

Datt í hug að skella inn smá fréttum með myndunum sem ég var að koma fyrir í tvillingaalbúminu 2008.
Helst í fréttum  er það að Þórunn Elísa og Freydís Ólöf eru báðar farnar að skríða, Freydís stendu upp við allt  en Þórunn er  ennþá að æfa sig og þetta er allt að koma hjá henni. Þær fikt á við 10 börn og þá aðalega í sjónvarpsskápnum og öllu sem í honum er. Það er búið að reisa þennan fína kofa hérna á pallinum hjá okkur sem er mjög gaman að leika í. Það er fullt af gluggum á honum sem er hægt að kíkja í gegnum og  skemmir ekki fyrir dótið sem að leynist inní kofanum t.d. skóflur, bílar, fötur og boltar. Að leika úti er eitt af uppáhaldi stelpnanna en vegna mikils kvefs síðustu daga hefur kannski ekki verið gert eins mikið af því og þær hefðu viljað en við ætlum að vona að það fari nú að breytast.
Síðustu helgi vorum við í brúðkaupi hjá Gyðu og Sigfúsi en þau létu pússa sig saman í Þorlákshöfn. Við skötuhjú vorum veislustjórar og held ég að við höfum skilað því ágætlega frá okkur. Kjóllinn hjá brúðgumanum var gullfallegur ( varð bara að skrifa þetta svona og sjá hversu margi hafa fattað þetta hehe) nei eigum við ekki að segja að kjóllinn hjá brúðinni hafi verið gullfallegur og jakkafötin hjá brúðgumanum engu síðri. Tara Dís var líka í rosalega flottum kjól og ekki skemmdi hárgreiðslan fyrir. Þórunn Elísa og Freydís Ólöf voru líka rosalega flottar í kjólum sem að afasystur þeirra gáfu þeim í sængurgjöf.
Það er brjálað að gera þetta sumarið, 2 brúðkaup, gæsun og steggjun, frænkuhittingur, gripasýning, matarboð, fjölskylduútilegur og margt margt fleirra.
Ragnheiður er byrjuð að vinna hérna niðri með 4 börn svo það er nóg af börnum til að leika við og finnst stelpunum það ekki leiðinlegt, Þórunn situr með rólegu börnunum á meðan Freydís eltir stóru stelpuna sem er farin að labba. Það er ekki hægt að segja annað en að þær séu svolítið ólíkar.
Mér finnst aldrei leiðinleg að fara með  stelpurnar í búðir, það verða allir svo almennilegir og dást að stelpunum, bláókunnugt fólk stoppar og spjallar við mann í lengri tíma. Við Gunnar lentum meira að segja í því einu sinni að við vorum í Tékk Kristal í Kringlunni, Þórunn fór eitthvað að kvarta og ein afgreiðslukonan tók hana bara og hélt á henni á meðan við vorum að skoða í búðinni, það kallar maður nú þjónustu en látu þetta duga í bili.

8 mánaða.

Stelpurnar okkar eldast víst eins og aðrir og hafa nú náð 8 mánuðum. Í dag fórum við með þær í skoðun og sprautu, þær stækka vel og þyngjast

Freydís Ólöf er 9065 gr.  71 cm og höfuðmál 45 cm.

Þórunn Elísa er 9085 gr. 71,5 cm og höfuðmál 45 cm.

sprautan var gegn heilahimnubólgu.

Annars er það að frétta af okkur að Freydís Ólöf er farin að skríða eins og herforingi, byrjaði á því á mánudaginn 23 júní. Nú kemst hún allt og fiktar í öllu. Gunnar er búin að vera í sumarfrí allan júní og eru stóru börnin búin að vera hjá okkur allan tíman. Við byrjuðum sumarfríið á því að vera í Þorlákshöfn, Erla amma og Siggi afi voru í útlöndum og fengum við afnot af húsinu þeirra á meðan. Við vorum þar í eina viku og nutum sumarblíðunar. Það hefur ekki verið mikið gert annað en slakað á og jú kannski kíkt í nokkrar heimsóknir.

Ég er alveg tóm í kollinum núna svo ég held bara að ég verði að skrifa aftur seinna, við reynum alltaf að vera dugleg að henda inn myndum annað veifið.

7 mánaða rúsínuskott

Ósköp getur maður verið andlaus. Ég hef verið að draga það að skrifa hérna inn því ég veit ekki hvað ég á að skrifa. Þórunn Elísa og Freydís Ólöf urðu 7 mánaða á miðvikudaginn 21 maí. Þær stækka og stækka og þroskast heilan helling. Núna vilja þær ekki liggja lengur á gólfinu og leika sér heldur vilja þær sitja á gólfinu eða þeisa um í göngugrindunum sínum. Stelpurnar eru rosalega duglegar að borða og ef þeim finnst maturinn virkilega góðu þá heyrist í þeim ammammammammamam, rosalega dúllulegt nautnahljóð. Það er kominn sá tími sem að það fer að skiptast út dótið þeirra, í staðinn fyrir ömmustólana koma matastólarnir eða göngugrindurnar og í staðin fyrir leikteppin sem þær lágu á og höfðu dót hangandi í stöng yfir sér er nú skipt út fyrir mottu á gólfinu með fullt af púðum í kring, því þær eru enn smá valtar þegar þær sitja. Við erum einnig að skoða nýja bílstóla en þeir sem þær eru í fara að verða of litlir. Við höfum augastað á stólum frá Graco og er fyrir 9-25 kg sem er mjög gott því þá þurfum við ekkert að spá í því meir, allavega ekki í bráð.
Stelpurnar voru í fyrsta skipti í pössun yfir heila nótt núna á föstudaginn, Bjarney systir og co voru svo elskulega að leyfa stelpunum að gista hjá sér á meðan við Gunnar vorum í matarklúbb. Það gekk eins og í sögu og voru stelpurnar stilltar að vanda, allavega var okkur sagt það hehe. Það er gott að vita af svona góðum barnapíum þar sem að okkur skötuhjúum hefur nú þegar verið boðið í nokkrar kvöldskemmtanir í sumar hihi. Gunnar fer í sumarfrí núna eftir helgi og þá fljótlega koma Matthildur Erla og Alexander Þór og verða hjá okkur á meðan. Við ætlum að eyða 2 fyrstu vikunum í Þorlákshöfn í Eyjahrauninu á meðan Erla amma og Siggi afi eru að spóka sig um í sólinni í Tyrklandi, þetta verður svona smá frí á öðrum stað úr því við förum ekkert til útlanda eða í sumarbústað þetta árið. Svo er bara að vona að það verði almennilegt veður svo að við getum verið úti og leikið okkur og kannski farið í sund. Hendi inn myndum á eftir.