Datt í hug að skella inn smá fréttum með myndunum sem ég var að koma fyrir í tvillingaalbúminu 2008.
Helst í fréttum er það að Þórunn Elísa og Freydís Ólöf eru báðar farnar að skríða, Freydís stendu upp við allt en Þórunn er ennþá að æfa sig og þetta er allt að koma hjá henni. Þær fikt á við 10 börn og þá aðalega í sjónvarpsskápnum og öllu sem í honum er. Það er búið að reisa þennan fína kofa hérna á pallinum hjá okkur sem er mjög gaman að leika í. Það er fullt af gluggum á honum sem er hægt að kíkja í gegnum og skemmir ekki fyrir dótið sem að leynist inní kofanum t.d. skóflur, bílar, fötur og boltar. Að leika úti er eitt af uppáhaldi stelpnanna en vegna mikils kvefs síðustu daga hefur kannski ekki verið gert eins mikið af því og þær hefðu viljað en við ætlum að vona að það fari nú að breytast.
Síðustu helgi vorum við í brúðkaupi hjá Gyðu og Sigfúsi en þau létu pússa sig saman í Þorlákshöfn. Við skötuhjú vorum veislustjórar og held ég að við höfum skilað því ágætlega frá okkur. Kjóllinn hjá brúðgumanum var gullfallegur ( varð bara að skrifa þetta svona og sjá hversu margi hafa fattað þetta hehe) nei eigum við ekki að segja að kjóllinn hjá brúðinni hafi verið gullfallegur og jakkafötin hjá brúðgumanum engu síðri. Tara Dís var líka í rosalega flottum kjól og ekki skemmdi hárgreiðslan fyrir. Þórunn Elísa og Freydís Ólöf voru líka rosalega flottar í kjólum sem að afasystur þeirra gáfu þeim í sængurgjöf.
Það er brjálað að gera þetta sumarið, 2 brúðkaup, gæsun og steggjun, frænkuhittingur, gripasýning, matarboð, fjölskylduútilegur og margt margt fleirra.
Ragnheiður er byrjuð að vinna hérna niðri með 4 börn svo það er nóg af börnum til að leika við og finnst stelpunum það ekki leiðinlegt, Þórunn situr með rólegu börnunum á meðan Freydís eltir stóru stelpuna sem er farin að labba. Það er ekki hægt að segja annað en að þær séu svolítið ólíkar.
Mér finnst aldrei leiðinleg að fara með stelpurnar í búðir, það verða allir svo almennilegir og dást að stelpunum, bláókunnugt fólk stoppar og spjallar við mann í lengri tíma. Við Gunnar lentum meira að segja í því einu sinni að við vorum í Tékk Kristal í Kringlunni, Þórunn fór eitthvað að kvarta og ein afgreiðslukonan tók hana bara og hélt á henni á meðan við vorum að skoða í búðinni, það kallar maður nú þjónustu en látu þetta duga í bili.
Comments are closed.
Til hamingju með níu mánuðina. Tíminn er ekki neitt smá fljótur að líða. Knús og kossar. Amma og afi í Þorló.
Þórunn er líka farinn að standa upp, byrjaði á því á sunnudagskvöldið og nú stendur hún upp við allt eins og hún hafi aldrei gert anað. Þær eru duglegar þessar stelpur.
Glæsilegar nýju myndirnar.
Hæ Brynja mín!
Mikið áttu fallegar stelpur. Finnst “kvennakös” myndin sérstaklega sæt af ykkur 🙂
En hey – ertu að fara að gifta þig? Ef svo er, þá hvenær? Ég næ aldrei að hitta á þig á MSN svo að ég spyr þig bara hér 😉
Knús og kossar.
Kv. Jóhanna
Jimminn, þær eru algjört æði þessar stelpur.. ekkert smá flottar og duglegar
hæhæ Brynja, stelpurnar ykkar eru alveg hreint út sagt æðislegar, alltaf gaman að kíkja af og til hingað inn og fá fréttir af ykkur
Gleðilegt nýtt ár.kaffi og kveðja.