Mæðraskoðun og sónar

Við erum alltaf í skoðun núna eða einu sinni í viku. Byrjuðum daginn á því að fara í mæðraskoðun hjá Sveinu, það var reyndar nemi sem sá um mest alla skoðunina en það var í fínu lagi. Blóðþrýstungurinn hefur hækkað soldið hjá mér og var 140/80 en það sleppur þar sem neðri mörkin eru ekki hærri en þetta. Það var tékkað á leghálsinum og hann er byrjaður að opnast en ekkert til að hafa áhyggjur af. Hjartslátturinn hjá börnunum kom rosalega vel út, eru þetta sterk hjörtu sem slá þarna inni. Eftir skoðun fórum við í sónar, það er orðið svoldið erfitt að sjá nokkuð en gaman samt. Þau eru bæði komin í höfuðstöðu aftur sem er mjög gott en greyið B var greinilega ný búin að snúa sér því höfuðið var afmyndað ( kannski soldið sterkt orð en það var soldið egglaga séð ofan frá sem er bara eðlileg þegar þau hafa setið lengi). Það var mæld út þyngdin og kom út að A er 2150 gr en B mældist ekki nema 1850 gr vegna höfuðmálsins sem er ekki að marka. Ljósmóðirin sagði að þau væru mjög svipuð og allt liti vel út, nóg af legvatni og börnin líklega komin í þá stöðu sem þau fæðast í. Það er skrítið hvað þau geta ennþá snúið sér án þess að maður taki eftir því. Við fengum 2 myndir sem eru ekkert rosalega skírar en það er alltaf gaman að fá myndir af börnunum sínum. Nú er ekki annað að gera en að bíða, eins og ljósmóðirin í sónarnum sagði þá sjáumst við vonandi eftir 3 vikur en þá verða komar 36 vikur. Við erum að fara undirbúa þetta allt saman, ætlum að mála um helgina barnaherbergið svo að ég geti farið að dunda mér við að setja saman skiptiborðið, þvo barnaföt og dúlla mér við hreiðurgerðina.¼/p>