30 viknar skoðun.

Skoðun í dag og allt kom vel út. Blóðþrýstingurinn hjá mér er fínn að vand og hjartslátturinn hjá tvíbbunum mjög góður. Ekki sett út á neitt. Svo í sónar fengum við að sjá litlu bollurnar okkar sem eru svo akkurat í þyngd og öllu að ég held bara að við séum skólabókadæmi hehe. Við fengum eina sónarmynd að bollukinnunum á B. A var búin að snúa sér svo vel niður í grind að það var ekki hægt að taka mynd. B ákvað að það væri of langur tími fyrir sig að hanga á haus framm að fæðingu svo hann (krakkinn) snéri sér. Þannig að núna snýr A með höfuðið niður en B upp, mér datt það nú svo sem í hug því ég hef verið að fá spörk niður á frekar heilagan stað skulum við segja. Hreyfingarnar eru mjög góðar núna eftir skoðunina og gengur maginn á mér í bylgjum, mig hefur alltaf langað til að læra magadans en núna þarf ég þess ekki því maginn dansar fyrir mig 😉