15 mánaða klifurmýs

Já það er orðið víst annsi langt síðan ég skrifaði síðast og eftir að mamma skammaði mig rækilega fyrir það þá þori ég ekki öðru en að hlíða 😛
Freydís Ólöf og Þórunn Elísa eru orðnar 15 mánaða og aktívar mjög. Ef það er hægt að klifra upp á það þá er klifrað upp á það, svo núna eru eldhússtólarnir annaðhvort bundnir saman undir borði eða settir upp á borðið. T.d. í þessum skrifuðu orðum þá er Þórunn Elísa komin upp sjónvarpsskáp og Freydís Ólöf á leiðinni. Þær eru að komast á þann aldur þar sem að þær herma eftir öllu sem gert er. Eins og í morgun var ég að skipta á Freydísi inni í herbergi og Þórunn var frammi í eldhúsi, í miðri kúkableiju heyri ég svona kling kling kling hljóð og svo aaahhhhh, ég vissi strax hvað litla dýrið var að gera og hljóp framm með hálf hreinsaða berrassaða stelpu í fanginu, Þórunn Elísa var þá komin upp á eldhús borð og var að hræra í tebollanum mínum og svo aaaahhh hljóð eins og hún hafi verið að taka sopa. Svona má maður ekki líta af dömunum.
Jólin í Krókavaðinu voru mjög vel heppnuð, jólatréð var skreytt svona 2-3 á dag yfir hátíðirnar og jólakúlunum á heimilinu fækkaði lítillega. Ellý amma og Gunnar afi voru hjá okkur á aðfangadagskvöld og voru stelpurnar svo stilltar og duglegar, sátu bara í matarstólunum sínum og tóku upp pakkana sína. Á gamárkvöld vorum við uppi á efri hæðinni ásamt Ellý ömmu og Gunnari afa, Ævari og co, Bjarney og co og svo seinna um kvöldið komu Sjöfn og co og Linda og Örvar. Stelpurnar voru ekkert hræddar við hávaðan og skemmtu sér bara mjög vel á meðan pabbi, Alexander og Matthildur sprengdu upp gamla árið.
Það er svosem ekki mikið að frétta af litlu fjölskyldunni, mamman er byrjuð að undirbúa brúðkaup ( með smá aðstoð frá pabbanum ;D )  hún er búin að kaupa kjólinn og er farinn að líta eftir kjólum á prinsessuflotann líka en pabbinn fær ekki að vera í kjól þó svo hann hafi suðað lengi um að fá að vera í einum hehe. Kreppan hefur þó sett sinn svip á öll plön en maður verður þá bara að vera sniðugari fyrir vikið og gera eitthvað fallegt úr ódýrari hlutum og leigja sér sumarbústað á Íslandi í staðinn fyrir sumarhús á Spáni þegar farið er í brúðkaupsferðina. Maður getur alltaf fundið eitthvað sniðugt en ódýrt, það þarf bara stundum að leita aðeins lengur og hafa opin augun.
Linda Mjöll fæddi litla prinsessu 2 feb. og gekk það mjög vel. Núna eru dömurnar í Krókavaðinu ekki minnstar í familíunni. Þetta er nokkuð flott tímasettning á fæðingu því nú á ég tvær systur sem eru fæddar 3 febrúar, Þórunn og Linda Mjöll, Þórunn á stelpu sem er fædd 4 febrúar og Linda Mjöll á nú stelpu sem er fædd 2 febrúar.
Jæja ég ætla að skutla inn nokkrum myndum og læt þetta svo gott heita, mamma getur ekki skammað mig lengur nana nana bú bú.