37 vikna skoðun.

Já já aldrei þessu vant þá fórum við í skoðun í morgun. Mættum hjá Sveinu klukkan 10:30 og þá var byrjað á því að athuga pissið mitt ( þessar ljósmæður hafa mikin áhuga á pissinu hjá manni hehe) og það kom bara vel, út ekkert auka þar. Svo var ég látin stíga á vigtina en við skulum ekkert vera að láta uppi hvað kom framm á henni nema kannski að ég bæti orðið vel á mig af bjúg á milli skoðana. Næst var tékkað á blóðþrýstingnum og hann var of hár eða 150/100og svo var hlustað á hjartsláttinn hjá börnunum en hann var fínn að vanda. Það kom svo inn læknir, Ragnheiður að nafni, og hún vildi athuga leghálsinn. Hann er fullþynntur og opinn 2 cm og hún fann vel fyrir höfðinu á A svo að hún ýtti aðeins við belgnum. Nú er bara að vona að þetta fari af stað um helgina, Sveinu og Ragnheiði fannst þetta vera orðið gott svo ég má bara drífa í þessu. Eftir skoðun var ég send í dagönn í mónitor, það kom vel út alveg skólabókadæmi eins og ljósmóðirinn sagði við mig. Blóðþrýstingurinn mælist lægri þar eins og vanalega og svo voru teknar blóðprufur til að athuga með meðgöngueitrunn ( það kemur úr því seinna í dag).  Núna á ég bara að liggja útaf með fætur upp í loft og bíða eftir að börnin eru tilbúin að koma sem verður nú vonandi á næstu dögum.

5 replies on “37 vikna skoðun.”

  1. Það var verið að hringja í mig frá spítalanum og það er komið úr blóðprufunum. Þær eru ekki nógu góðar svo að ég er á leiðinni á spítalann og verð lögð inn yfir helgina. Ef þetta svo lagast ekki þá verður athugað með gangsetningu eftir helgi. Vei vei Ekki kannski alveg það sem ég var að vonast eftir

  2. JIBBÝÝY EITTHVAÐ AÐ GERAST 🙂
    EKKI NÓGU GOTT SAMT MEÐ PRUFURNAR EN ÞETTA ER BARA ÚTAF ÞÚ ERT AÐ FARA KOMA MEÐ ÞETTA 🙂
    OHH HLAKKA TIL AÐ FYLGJAST MEÐ OG ÉG SKAL SENDA ÞÉR HRÍÐARSTRAUMA ALLA HELGINA 🙂

    GANGI ÞÉR VEL 🙂
    KVEÐJA LÓA

  3. Það á að setja gat á belginn á eftir ef það er pláss fyrir mig á fæðingardeildinni 🙂 Ég verð kannski bara orðin mamma á morgun.

  4. Ó my hvað ég er spennt 🙂 aulinn ég fékk bara tár í augun :):) gangi ykkur ofsa ofsa vel….hlökkum til að heyra frá ykkur
    Ofurknús og kveðjur frá okkur
    Hjördís ofurspennta, Kalli og börn :):)

Comments are closed.