36 vikur + 3 dagar

Nú held ég bara að ég láti flytja lögheimilið mitt á Landspítalan. Var í mæðraskoðun í morgun og blóðþrýstingurinn mældist of hár eða 150/105 sem er ekki gott. Þess vegna á ég að fara í mónitor á morgun og svo aftur á miðvikudag eða fimmtudag og svo aftur í mæðraskoðun á föstudaginn. Eins og ég segi þá er ég nánast flutt á spítalann svo ef þið þurfið að ná í mig hringið þá bara í 112 hehe.  Börnunum virðist heilsast vel þó mamma þeirra sé að breytast í bjúga en ég er orðin svo slæm af bjúg á fótunum að þegar Sveina kallaði á mig inn á stofu til sín þá sagði hún ,,Brynja og fæturnir gjörið svo vel”. Ég er komin með +++ í kladdan sem er að ég held það mesta sem er gefið fyrir bjúg, er ég ekki dugleg. Legbotnin mældist 45 cm sem er 2 cm meira en á fimmtudaginn og er ég nú kominn upp úr línuritinu sem er í meðgönguskránni. Semsagt ég er bara orðin annsi stór og stæðileg með bólgna leggi og háa bumbu.

10 replies on “36 vikur + 3 dagar”

  1. Sæl bjúgað mitt…. he he…
    Kerlingar greyjið, já það er spurning um að fá bara að leggjast inn.. humm ha…
    Vertu dugleg að hvíla þig.
    Heyrumst kveðja Bjarney

  2. Ég fór í mónitor í dag og það kom vel út, blóðþrýtingurinn fínn og ekkert í þvaginu. Þetta fer annaðhvort eftir dögum eða hæðum. Skil þetta ekki. Há í gær,lág í dag.

  3. hæ hæ hvað er að frétta ???
    söknuðum þín úr sundinu í dag 🙂 fékkstu kannski skammir yfir því að hafa mætt á mán 🙂

    gangi þér vel næstu daga og hlakka til að hitta ykkur öll 🙂

  4. nei Lóa ég hef bara ákveðið að hætta alveg í sundinu núna ég er bara að drepast úr bjúg og svo er ég svo kvefuð að ég fer nánast ekki út úr húsi nema til læknis.
    Við verðum bara að hittast við fyrsta tækifæri þegar við erum búnar.
    Liggjum við annars samt ekki bara saman inn á Lansa.

  5. Jí minn hvað það er orðið stutt í krílin…erum orðin mjög spennt ..eða kannski bara aðallega ég :):) farðu vel með þig Brynja mín og hafðu það gott . Mér líst ofsa vel á dagsetninguna 19.10.07 og þá ertu líka komin 37 vikur :):)
    Hlakka til að heyra fréttir 😉
    kveðja í kotið
    Hjördís og fylgifiskar

  6. jæja.. 17.10.07 er búin, voru við ekki búin að vera að tala um þá dagsetningu?.. En viltu ekki bara að fara að drífa í þessu ég get ekki beðið mikið lengur!! :D:D
    En annars gangi þér bara vel Brynja mín:*

    Kv. Linda Mjöll

  7. Fór í mónitor í morgun og það kom allt vel út samt er ég að fá hausverk af og til og svaf ekkert í nótt og er bara þreytt og hálf pirruð. En maður má ekki kvarta því það gengur ekki svona vel hjá öllum og maður á að vera ánægður með það sem maður hefur. Svo ekki meira tuð. Þau koma svo bara þegar þau eru tilbúin eða verður ýtt af stað á 39 viku.

  8. Hæ Hæ.

    Hafðu það gott snúllan mín.
    Ég held bara að 22.10.07 haldi.
    Það er líka flottur dagur.
    Og þá muna allir eftir brúðkaupsafmælinu mínu 🙂
    Það er ekki amalegt að fá krílinn í afmælisgjöf.
    Kiss kiss, þú bjallar bara ef að það er eitthvað.
    Kveðja Bjarney siss

Comments are closed.