36 vikur

37.vika = 36+0-6 dagar

Þú
Nú þyngist þú ekki mikið meira en þessi 18-24 kíló sem þú hefur þyngst um nú þegar, þó svo börnin haldi áfram að þyngjast. Sextán til átján kíló eru eðlilegur hluti meðgöngunnar. Í lok meðgöngunnar getur þú reiknað með að börnin vegi 2,5-3,5 kg, legvatn um 2 kg, fylgja/fylgjur um 1,5 kg, leg og auka þyngd í brjóstum um 3 kg, auka blóð í líkamanum um 2 kg, aukinn vökvi í líkamsvefjunum um 1,5 kg og þykknun af fitulagi 2-6 kg.

Flestir tvíburar hafa nú sett sig í þær stellingar sem þeir fæðast í og líkaminn „æfir sig“ í því að byrja í fæðingu, m.a. með auknum fyrirvaraverkjum.

Tvíburarnir
Börnin eru nú um 33 sm frá höfði niður á rass, 46 sm frá höfði niður á hæl og vega um 2800 grömm hvort. Tvíburarnir líkjast nú venjulegum börnum, líka í andliti sem ekki eru lengur hrukkuð. Mjög margir tvíburar fæðast í þessari viku meðgöngu og fæstir þeirra þurfa öndunarhjálp.

One reply on “36 vikur”

  1. Hæhæ skvís,

    Vá hvað ég er orðin spennt 😉 Það fer bara að koma að þessu hjá þér 😉
    Mér finnst 17.10.07 rosalega flott dagsetning…en það er spurning hvort litlu krílin vilji koma fyrr eða seinna hehe
    En hafðu það sem allra best þessa síðust daga og vonandi klárum við þetta báðar innan skams 😉

    Kv. Inga

Comments are closed.