23 vikur og við á leið í sumarbústað.

Það er föstudagur og við litla fjölskyldan í Krókavaðinu erum á leið í sumarbústað á Kirkjubæjarklaustri með familíunni minni(Brynju).

Þau á Ljósmóðir.is vilja meina að ég eigi að vera orðin ansi þung á mér núna en mér finnst ég svo létt á mér nema kannski á kvöldin því þá er ég eins og afvelta belja hérna í sófanum en það er aukaatriði. Hehe

A og B eru svo dugleg að láta vita af sér að maginn á mér gengur stundum í bylgjum , það er svo gaman að sjá það, þetta verður allt svo raunverulegt þegar maður er farinn að finna svona sterkar hreyfingar.

En svona á þetta að vera á þessum tímapunkti:

24. vika = vika 23+0- 6 dagar

Þú
Nú fer þyngdin að plaga þig og alvanalegt í Danmörku að mæla með því að tvíburamæður hætti að vinna frá þessum tíma, sérstaklega ef konan vinnur líkamlega erfiða vinnu. Legið er á stærð við fótbolta og bumban stendur flott út í loftið en er nú líka orðin nokkuð þung. Fóstrin þrýsta meira og meira á þvagblöðruna þína svo þér gæti fundist þú endalaust þurfa að pissa. Aukin þyngd getur líka valdið sinadráttum í fótum, líka á nóttunni. Gerðu teygjuæfingar og passaðu að hafa hátt undir fótunum eins oft og þú getur. Sumar konur fá grindargliðnun á þessu tímabili en aðrar ekki fyrr en seinna á meðgöngunni en flestar losna við hana.
Margar tvíburamæður kvíða því í byrjun meðgöngu að fara í veikindafrí snemma á meðgöngu, því þær eru hræddar um að leiðast og verða eirðarlausar. Núna þegar þú ert svona langt komin á meðgöngunni, er ekki ólíklegt að þú hlakkir til að vera heimavinnandi tilvonandi tvíburamóðir. Hlakkar til að öðlast tíma og orku til þess að njóta meðgöngunnar án þess að vera feimin við að nota allt í rasshæð sem hvíldarstall og hlakkar til að njóta auka lúrs með góðri samvisku eða geta leitað að tvíburaupplýsingum á netinu eða rætt við aðrar tvíburamæður. Eða bara sofa, borða og sjá og finna lífið aukast í bumbunni sem þú verður aldrei þreytt á að upplifa. Nú finna flestar konur fyrir hreyfingum hjá fóstrunum og spörkin fara að verða hluti af hversdeginum.
Tvíburarnir
Fóstrin eru nú um 21 sm frá höfði niður á rass, um 28 sm niður á hæl og vega 600-700 grömm hvort. Höfuð þeirra eru 5,5 sm í þvermál. Syngdu fyrir tvíburana þína eða segðu nöfnin þeirra, ef þeir hafa fengið þau. Þú getur byrjað að örva skilningarvit fóstranna og þau að bregðast við – svara rödd þinni. Þrátt fyrir að fóstrin líti þroskalega út, eru lungu þeirra ekki fullþroskuð og þau gætu enn tæplega lifað utan móðurkviðar.